02/05/2024

Hvernig get ég tekið betri myndir?

Hafmeyja - ljósm. Brian BergLjósmyndarinn Brian Berg verður með ljósmyndanámskeið á Hólmavík, mán. 24. janúar – mið. 26. janúar, frá kl. 20.00-22.00. Kennslan verður einstaklingsmiðuð þannig að reynt verður að koma til móts við getu og þarfir þátttakenda. Þeir sem hafa áhuga eiga að mæta með myndavélina sína og/eða myndir sem þeir vilja sýna eða bæta. Þátttökugjald er 3500 kr. Brian Berg hefur starfað bæði sjálfstætt sem ljósmyndari sem og á vegum dagblaða á borð við Berlingske Tidende. Nám stundaði hann við Dönsku fjölmiðlaakademíuna og Fata Morgana þar sem hann nam listræna ljósmyndun undir Morten Bo.

Brian Berg hefur sýnt myndir sínar m.a. á Danska þjóðminjasafninu, haldið sýningu um landlausa frumbyggja Mið-Ameríku og birt ljósmyndir í tímaritsseríum um hversdagslíf í Bandaríkjunum. Brian hefur unnið að margvíslegum verkefnum fyrir Þjóðfræðistofu svo sem ljósmyndasýninguna Kvikt landslag sem sýnd var í Þróunarsetrinu á Hólmavík í tilefni af alþjóðlegu ráðstefnunni Leiðir að landslagi / Routes to Landscape og sýningunni Réttir sem er samstarfsverkefni Þjóðfræðistofu og Sauðfjárseturs á Ströndum. Hann vinnur nú einnig með Þjóðfræðistofu að bók um reka og menningu fjörunnar.

Sjá vefsíðu Þjóðfræðistofu www.icef.is.