22/12/2024

Hver er sá veggur víður og hár?

Þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is á Hólmavík brá sér út undir bert loft í gærdag blasti við á himni gríðarlega stór tvöfaldur regnbogi. Regnbogar myndast þegar skúraveður og sólskin fara saman og þannig var veðrið einmitt á Ströndum á kafla í gærdag. Tvöfaldir regnbogar eru tiltölulega algengir, en efri regnboginn er í raun speglun frá þeim neðri og litaröðin í honum er því öfug miðað við það sem venjulegt er. Fréttaritarinn var svo lengi að stara á þetta náttúrufyrirbæri að tvöfaldi regnboginn var orðinn einfaldur þegar hann hafði loks rænu á að smella af nokkrum myndum. Engu að síður er alltaf gaman að sjá fallegan regnboga, hvort sem hann er með tvíburabróður sínum eða ekki.

R

natturumyndir/580-regnbogi-holmavik3.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson.