08/10/2024

Hvasst og blautt

Töluverður vindur er nú á Ströndum og ef menn eru ekki búnir að festa lausamuni eða taka þá í hús er rétt að huga að slíku. Það á eftir að hvessa enn fyrir hádegið með rigningu og jafnvel slyddu, eftir því sem Veðurstofan spáir. Nokkra athygli vekur þó að veðurspáin er miklu betri á spámyndinni á vef Veðurstofunnar en í textanum. Klukkan 7:20 í morgun var vindstyrkurinn 21 m/s á Ennishálsi og 19 m/s á Steingrímsfjarðarheiði úr norðaustrinu. Á morgun má hins vegar búast við blíðskaparveðri, en á sunnudaginn mega Strandamenn svo búast við að verða varir við él í fyrsta skipti þetta haustið.