21/11/2024

Hús að rísa í Bjarnarfirði

300-steinholt4Í Bjarnarfirði, á milli Svanshóls og Laugarhóls, er íbúðarhús í byggingu þar sem heitir Steinholt. Húsið er að ýmsu leyti sérkennilegt. Það er með torfþaki og þaksperrurnar og stoðir eru úr rekaviði. Eftir er að klæða húsið utan með viði og eins verður skorsteinninn lagður steinhellum. Eigendur eru þau Einar Unnsteinsson og Vigdís Esradóttir og á meðfylgjandi myndum má sjá þau og Svanshólsfeðga Ólaf Ingimundarson og Finn Ólafsson að vinna í þakinu. Umhverfið er eins og best verður á kosið – fallegt til allra átta.

580-steinholt3 580-steinholt2 580-steinholt1 580-steinholt4

Steinholt í Bjarnarfirði – ljósm. Ásdís Jónsdóttir