04/10/2024

Atvinnuleysi að aukast

Samkvæmt skýrslum Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í febrúarmánuði eykst atvinnuleysi mest á Vestfjörðum af öllum landshlutum og er nú 4,9%. Samtals eru 12 manns skráðir atvinnulausir í sveitarfélögunum á Ströndum, þar af 6 í Strandabyggð. Atvinnuleysi er 9,2% á höfuðborgarsvæðinu en 7,7% á landsbyggðinni. Mest er atvinnuleysi á Suðurnesjum af landshlutunum eða 14,5%.