Í nýjustu fundargerð hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps frá fundi þann 26. apríl kemur m.a. fram að hreppurinn hyggst festa kaup á hljóðkerfi á 400 þúsund. Seljandi er Magnús Magnússon og giskar fréttaritari á að ætlunin sé að nýta kerfið í félagsheimilið á Hólmavík. Af öðru fréttnæmu á fundinum má nefna að Skíðafélag Strandamanna fær styrk frá hreppnum að upphæð 100 þúsund vegna Strandagöngunnar og Daníel G. Ingimundarson er styrktur um 25 þúsund vegna fyrirhugaðrar ferðar á heimsmeistaramót í torfæruakstri í Svíþjóð í sumar. Fundargerðina í heild sinni má nálgast undir þessum tengli.