14/09/2024

Áburðarskip í Norðurfirði

Skip kom á Norðurfjörð um á laugardaginn með áburð. Á ferðinni er erlent leiguskip á vegum Þorvaldar Jónssonar skipamiðlara sem hefur verið í áburðarflutningum á hafnir landsins. Nú sjást skip sjaldan á Norðurfirði, helst einu sinni á ári þegar áburður kemur. Af öðrum fréttum úr Árneshreppi má nefna að í vikunni uppgötvaðist að sjálfvirka veðurstöð Veðurstofunnar á Gjögurflugvelli er biluð. Hún sendir vitlausa vindstefnu mikið í SV þegar er NA tildæmis. Að sögn Hreins Hjartarsonar deildarstjóra á Veðurstofu Íslands verður maður sendur til að lagfæra stöðina.

Áburðarskip á Norðurfirði – ljósm. Jón G. G.