10/12/2024

Útskrift 10. bekkjar

Við skólaslit Grunn og tónskólans á Hólmavík þann 1. júní síðastliðinn var 10. bekkur útskrifaður við mikil fagnaðarlæti þeirra sjálfra og allra viðstaddra. Verðlaunin í þeim árgangi hrepptu Gunnhildur fyrir jákvætt viðmót, Arnór og Dagrún fyrir hæstu meðaleinkunnina og Dagrún fyrir hæstu einkunnina í dönsku.