Það var mikið um dýrðir í félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík í kvöld, föstudaginn 1. nóvember. Þá hélt unglingadeildin hrekkjavökuball og mættu þar margar furðuskepnur, draugar, vampýrur, varúlfar og fleiri kynjaverur. Meðfylgjandi mynd tók Esther Ösp Valdimarsdóttir á hrekkjavökuballinu.