
Föstudagur 15. júlí.
Felix Peralta úr Los Paraguos heldur tónleika í borðsal hótelsins. Hann mun spila og syngja mörg þekkt lög frá Suður-Ameríku, Spáni og víðar. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Aðgangur kr. 1.000.- og ½ fyrir börn upp að 12 ára.
Laugardagur 16. júlí
Suður-amerískt kvöldverðarhlaðborð verður kl. 18:00 – 21:00. Tilkynnið vinsamlegast um þátttöku. Verð kr. 2.500,- pr. mann og ½ gjald fyrir börn að 12 ára. Felix mun leika og syngja fyrir matargesti.
Sunnudagur 17. júlí
Okkar vinsæla kökuhlaðborð verður kl. 15:00. Dýrindiskökur og brauð að hætti ömmu. Verð kr. 1.200,- fyrir fullorðna og ½ gjald fyrir börn að 12 ára.