14/10/2024

Fylgið breytist í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt fréttum RÚV frá því í gær hefur orðið sveifla á fylginu í Norðvesturkjördæmi í nýjustu könnun Capacent Gallup. Nú er Sjálfstæðisflokkur með 29,6%, Vinstri grænir með 24,9%, Framsókn með 18,5%, Samfylking með 16,7%, Frjályndir með 7,3% og Íslandshreyfingin með 5,2%. Þetta þýðir í þingmönnum að eftirfarandi átta frambjóðendur eru kjördæmakjörnir, en óvíst er hver yrði uppbótarmaðurinn, það fer einnig eftir atkvæðamagni annars staðar á landinu:

1. Sturla Böðvarsson – 1. maður hjá Sjálfstæðisflokki
2. Jón Bjarnason – 1. maður hjá Vinstri grænum
3. Magnús Stefánsson – 1. maður hjá Framsókn
4. Guðbjartur Hannesson – 1. maður hjá Samfylkingu
5. Einar K. Guðfinnsson – 2. maður hjá Sjálfstæðisflokki
6. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir – 2. maður hjá Vinstri grænum
7. Einar Oddur Kristjánsson – 3. maður hjá Sjálfstæðisflokki
8. Herdís Sæmundardóttir – 2 maður hjá Framsókn
_________________________________________________

9. Karl V. Matthíasson – 2. maður hjá Samfylkingu
10. Björg Gunnarsdóttir – 3. maður hjá Vinstri grænum
11. Herdís Þórðarsdóttir – 4. maður hjá Sjálfstæðisflokki
12. Guðjón A. Kristjánsson – 1. maður hjá Frjálslyndum

Frá síðustu könnun í kjördæminu hafa Framsókn og Sjálfstæðismenn unnið kjördæmakjörinn mann, en Frjálslyndir og Samfylking tapað sitt hvorum. Sáralitlu munar í atkvæðamagni á bak við þá sem eru í 8.-10. sæti.