22/11/2024

Hótel Djúpavík 20 ára

Nú um helgina 15.-17. júlí 2005 verður mikið um dýrðir í Djúpavík í tilefni af 20 ára afmæli hótelsins og 70 ára afmælis síldarverksmiðjunnar. Það var þann 7. júlí 1935 sem síldarverksmiðjan á Djúpavík fór í gang í fyrsta skipti og eru því liðin 70 ár síðan það blað var brotið í atvinnusögu Íslendinga. 50 árum síðar, árið 1985, hófst starfsemi Hótels Djúpavíkur og ætla hótelhaldarar að gera sér og gestum sínum glaðan dag um helgina í tilefni af báðum þessum atburðum. Dagskráin á Hótel Djúpavík fylgir hér á eftir:

Föstudagur 15. júlí.

Felix Peralta úr Los Paraguos heldur tónleika í borðsal hótelsins. Hann mun spila og syngja mörg þekkt lög frá Suður-Ameríku, Spáni og víðar. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Aðgangur kr. 1.000.- og ½ fyrir börn upp að 12 ára.

 
Laugardagur 16. júlí

Suður-amerískt kvöldverðarhlaðborð verður kl. 18:00 – 21:00. Tilkynnið vinsamlegast um þátttöku. Verð kr. 2.500,- pr. mann og ½ gjald fyrir börn að 12 ára. Felix mun leika og syngja fyrir matargesti.
 

Sunnudagur 17. júlí

Okkar vinsæla kökuhlaðborð verður kl. 15:00. Dýrindiskökur og brauð að hætti ömmu.  Verð kr. 1.200,- fyrir fullorðna og ½ gjald fyrir börn að 12 ára.