23/12/2024

Holtavörðuheiði ófær

Slæmt veður með mikilli ofankomu geisar nú víða um land. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kl. 13:00 segir  að Holtavörðuheiði sé ófær vegna umferðarteppu og fólki er bent á leiðar um Heydal og Laxárdalsheiði norður í land. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að aðstoða ökumenn bifreiða sem lent hafa í ógöngum niður af heiðinni, en engin alvarleg óhöpp hafa orðið. Brattabrekka er einnig lokuð og snjóflóð lokar Súðavíkurhlíð.