08/10/2024

Hólmavík skreytt fyrir Hamingjudaga

Eitt af því sem hefur sett mikinn svip á bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík liðin ár eru glæsilegar skreytingar íbúanna á húsum sínum og hverfum. Hefur þetta vakið mikla athygli. Fréttaritara virtist í gær sem menn væru rólegir í skreytingunum enn sem komið er, en búast má við miklum breytingum á bænum í þessari viku, enda eru Hamingjudagarnir um næstu helgi. Hverfin fá hvert sinn lit til að skreyta í – sveitin er gul, en hverfin á Hólmavík rauð, blá og appelsínugul.

Skreytingar í bláa hverfinu – ljósm. Jón Jónsson