Svona var veðrið við Steingrímsfjörð í dag, þann 10. desember 2016, alveg snjólaust. Sama daga á síðasta ári tók fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is mynd frá sama sjónarhorni og er skemmtilegt að skoða hvað lítur öðruvísi út í dag. Þar munar mestu um viðbygginguna við Leikskólann Lækjarbrekku sem er hér í forgrunni á myndinni, en efsti hluti hússins reis hratt og örugglega í haust. Annað sem sjá má á myndinni er að gróðurhús hefur bæst við ofan við Kópnesbraut 7.
Sama sjónarhorni 10. desember 2015 – ljósm. Jón jónsson