22/12/2024

Hnökrar í undirbúningi

Ritstjórinn í öngum sínumUndirbúningurinn fyrir formlega opnun vefjarins strandir.saudfjarsetur.is hefur gengið býsna hægt nú um helgina, þó þeir sem skoði verði kannski lítið varir við þau ævintýri. Fréttaritara vantar ennþá frá Drangsnesi, í Bitru og Hrútafirði, en það stendur vonandi allt til bóta í dag.

Þá er rétt að nefna að vegna breytingu á hýsingaraðila fyrir vefinn hefur tölvupóstur hjá Sögusmiðjunni legið niðri frá því á föstudag og enginn bréf sem send eru á sogusmidjan@strandir.saudfjarsetur.is komast til skila fyrr en úr því verður leyst. Netfangið strandir@strandir.saudfjarsetur.is er hins vegar virkt.