26/04/2024

Hjólaskófla út af í Árneshreppi

Hjólaskóflan fyrir utan vegkantinnÍ dag lenti ökumaður hjólaskóflu sem var að hreinsa snjó út af veginum í Hvalvík sem er rétt norðan við Árnesstapana út af. Aðeins eitt hjól var upp á veginum, en hin í snjóruðningnum fyrir utan veg sem hélt vélinni. Mjög svellað er undir snjónum á veginum. Ekki tókst að draga vélina upp á veg aftur með stórum dráttarvélum.

Var þá gripið til þess ráðs að setja dráttarvíra og kaðla í traktorana og slaka hjólaskóflunni niður í fjöru, þótt snarbratt væri. Dráttarvélarnar héldu í og síðan tönnin á hjólaskóflunni. Síðan var vélinni keyrt eftir fjörunni og keyrð upp á veg við Árnesstapana.

Hjólaskóflan út af veginum – ljósm. Jón G G.