22/12/2024

Héraðsmót í frjálsum íþróttum

Héraðsmót HSS í frjálsum íþróttum verður haldið í dag, laugardaginn 27. júní, á íþróttavellinum við Sævang í Steingrímsfirði. Hefst mótið kl. 11:00 með keppni í yngstu flokkunum. Allir áhugamenn um íþróttastarf, ungir sem eldri, eru hvattir til að kíkja á mótið og hvetja keppendur til dáða. Keppt verður fjölmörgum flokkum og fá allir keppendur 10 ára og yngri verðlaunapening fyrir þáttökuna. Rétt er að benda á að á vef HSS er búið að setja inn myndir frá Sundmóti HSS og Polla- og pæjumótinu í fótbolta sem þegar hafa fram.

Næsta mót eftir Héraðsmót er Bikarkeppni karla í fótbolta sem fer fram á Grundunum utan við Skeljavík þann 4. júlí.