26/04/2024

Heita vatnið skrásett

300-heitavatn2Starfsfólk Íslenskra orkurannsókna hefur verið á Ströndum undanfarna daga að leita uppi staði þar sem hiti er í jörðu eða augu sem einhver hiti er í. Þessir staðir eru skráðir í GPS tæki til að auðvelt sé að finna þá í framtíðinni. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is Árni Þór Baldursson í Odda rakst á Hauk Jóhannesson og Steinunni Hauksdóttur þar sem þau voru að koma frá Svanshóli þar mörg slík augu fundust. Í Odda vissi Haukur um eina uppsprettu en þær reyndust talsvert fleiri.

Frá Odda héldu þau til að mæla og finna fleiri augu við Klúkuskóla eins og Haukur vill kalla Hótel Laugarhól og síðan norður í Asparvík og Reykjarvík. Einnig eru þau í þessari ferð búin að kortleggja allmargar uppsprettur sunnan Hólmavíkur, einkum í Kollafirði.

580-heitavatn3 580-heitavatn2 580-heitavatn1

Það er mikið af heitu vatni í Bjarnarfirði – ljósm. Árni Þór Baldursson