23/04/2024

Flugeldasýning á þrettándanum

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík stendur fyrir flugeldasölu á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar, frá kl. 15-18. Lofað er 30-50% verðlækkun á öllum vörum. Flugeldasýning verður síðan um kvöldið kl. 20 frá hafnarsvæðinu. Er hún auglýst í dreifimiða með þeim hæversklega hætti að sagt er að fáeinum flugeldum verði skotið á loft. Ingimundur Pálsson tók meðfylgjandi frá hafnarsvæðinu á Hólmavík á gamlárskvöld og fleiri myndir hans frá áramótunum er á finna á vefsíðunni www.123.is/mundipals.