22/12/2024

Handverksfólk velkomið til Danmerkur

Á vef Strandabyggðar kemur fram að haldin verður Menningarhátíð Mið-Fjóns dagana 18.-19. júní í framhaldsskólanum í Ryslinge sem staðsettur er í nágrenni við Arslev, hinn danska vinabæ Strandabyggðar. Verður boðið upp á leiksýningar og tónlistarviðburði en einnig verða starfræktar vinnubúðir þar sem boðið verður upp á markaðsstemmningu þar sem hægt verður að kaupa hvers kyns handverk. Allir eru hjartanlega velkomnir til Ryslinge á þessa miklu menningarhátíð en íbúum Strandabyggðar býðst auk þess að verða beinir þátttakendur sem sýningar- og söluaðilar með handverk sín. 

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í handverkssýningu er bent á að láta Niels Kronvald (kronvald@gmail.com) vita af því. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.midtfynskulturfestival.dk.