22/12/2024

Haltur leiðir blindan af stað

Félagarnir Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson frá Broddanesi lögðu í dag af stað frá Sjónarhóli í göngu í kringum landið. Lagt var upp frá Sjónarhóli við Háuleitisbraut í Reykjavík. Þar hafa samtök foreldra langveikra og fatlaðra barna aðsetur. Yfirskrift göngunnar er Haltur leiðir blindann, en Bjarki er hreyfihamlaður og Guðbrandur er orðinn nærri blindur. Markmiðið með göngunni er m.a. að vekja athygli og umræður um þarfir langveikra og fatlaðra barna og kynna starfsemi Sjónarhóls. Vefur ferðalagsins er á slóðinni www.gangan.is.

Félagarnir halda af stað í góðri fylgd – af vefnum www.gangan.is