22/12/2024

Hákarlaverkun á Hólmavík

Unnar Ragnarsson og Jón Vilhjálmur Sigurðsson.Skipverjar á Hilmi ST fóru á hákarlaveiðar í október s.l. og settu í 5 hákarla. Síðan þá hafa þeir legið í kös að aldalöngum sið og beðið þess að umbreytast í sannkallað sælgæti. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is fylgdist með þeim félögum Unnari Ragnarssyni og Jóni Vilhjálmi Sigurðssyni við iðju sína, en þeir segja að verkunin lofi góðu og myndirnar sýna svo ekki sé um villst, að lyktin er grundvallaratriði svo vel til takist.

Það fer senn að líða að því að þeir hengi hákarlakippurnar upp í hjallinn og þar þurfa þær að hanga fram á sumar.

Unnsi og Villi teygja sig eftir góðgætinu.

sjosokn/350-hakarlaverkun3.jpg

Ilmurinn er indæll, og bragðið eftir því.

.
Villi er eins og eðal vínsmökkunarmaður – en spurning hvort þessi vettlingur fái nokkru sinni að koma inn í hús aftur.