
Helgi brást ókvæða við og upphófst mikill eltingarleikur inni á Fiskmarkaðnum. Eftir nokkur hlaup, hróp og köll þá lá minkurinn í valnum. Að sögn Helga þá þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að hann svelti, því minkurinn var ekki alveg búinn með kvöldmatinn þegar hann bar að garði.
Þetta er annað skiptið á skömmum tíma sem minkur næst á Fiskmarkaði Hólmavíkur.

Minkurinn steindauður eftir að hafa ætlað að aféta Helga.

Helgi Þorvaldsson með ófétið í hendinni. Þessi stelur ekki framar. – ljósm. Sigurður M. Þorvaldsson