19/09/2024

Hákarlaveiðar á Drangsnesi

Nú í kvöld kom fjölmenni að bryggju á Drangsnesi til að taka á móti Bjarna Elíassyni á Hafrúnu ST-44 með góðan afla. Þrjá væna hákarla er fengust djúpt út af Kaldbaksvík. Bjarni hefur stundað þessar veiðar undanfarin vor með góðum árangri og beitti í þetta skiptið hnýsu og sel. Hákarlinn hans þykir með þeim betri á landinu. Meðfylgjandi myndir eru af bryggjunni á Drangsnesi í kvöld.

Bjarni kemur að landi

Bjarni og Halldór Logi taka innan úr

Friðgeir Höskuldsson hífir hákarlinn

Bjarni ánægður með dagsverkið

Þrjú stykki komin á land

Sigurgeir Guðmundsson á bryggjunni – ljósmyndir: Halldór Logi og Alla.