22/12/2024

H-listinn með opinn fund

Í fréttatilkynningu frá H-listanum sem bíður fram í sameinuðum Hólmavíkur- og Broddaneshreppum kemur fram að listinn verður með opinn fund í anddyri félagsheimilisins á Hólmavík á fimmtudaginn klukkan 20:00. Í fyrsta sæti á H-listanum er Már Ólafsson á Hólmavík, Daði Guðjónsson á Hólmavík skipar annað sætið og í baráttusætinu er Jón Stefánsson á Broddanesi.