22/12/2024

Gunna fótalausa gengur á Skeljavíkurháls

IMG_8505

Gönguklúbburinn Gunna fótalausa heldur í enn eina skammdegisgönguna í hádeginu þriðjudaginn 10. desember. Að þessu sinni er mæting við Hermannslund við Hólmavík kl. 12:05 og stefnan tekin að sjónvarpsmastrinu á Skeljavíkurhálsi, en þangað upp liggur vegarslóði. Áður er þó ætlunin að kíkja á útiglímupallinn í Hermannslundi. Í síðustu viku þegar meðfylgjandi myndir voru teknar var rölt í nágrenni Víðidalsár, smaladysin við ána skoðuð og álagabrekkan, auk þess sem rölt var að rústum eyðibýlisins Baugastöðum. Rétt er að taka fram að gönguferðir gönguklúbbsins falla aldrei niður vegna veðurs.

IMG_8498IMG_8473 IMG_8481 IMG_8484 IMG_8509

Gönguferð við Víðidalsá – ljósm. Jón Jónsson