14/06/2024

Guðjón á Dröngum í Mósaík

Guðjón á Galdrahátíð, ljósm. Jóhann Björn.Í sjónvarpsþættinum Mósaík í kvöld verður tekið hús á Strandamanninum og náttúrubarninu Guðjóni Kristinssyni á Dröngum og fylgst með honum móta margbrotin listaverk úr náttúrulegum efniviði. Guðjón hefur unnið við hleðsluverkefni um land allt síðustu árin, m.a. er hann hleðslumeistari við kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði. Jafnframt vinnur hann margvísleg listaverk úr rekaviði. Þátturinn Mósaík er á dagskrá í Ríkissjónvarpinu kl. 20:45 í kvöld.

Í sumar fá Strandamenn síðan að berja listaverk Guðjóns á Dröngum augum í návígi, því fyrirhuguð er uppsetning á sýningu á verkum hans í samvinnu við Galdrasýningu á Ströndum.