11/11/2024

GSM samband á hluta Steingrímsfjarðarheiðar

Snjór á heiðinni í lok maíFyrir fáum vikum var komið á GSM-sambandi á hluta vegarins um Steingrímsfjarðarheiði, milli Ísafjarðar við Djúp og Steingrímsfjarðar á Ströndum, en þessi aðgerð var hluti af fyrsta áfanga við GSM-væðingu þjóðvegarins á vegum Fjarskiptasjóðs. Samband er frá Margrétarvatni og um háheiðina, einnig fremst í Staðardal þar sem sést til sendisins á Hátungum. Samband er hins vegar ekki á veginum um Norðdal og í dölunum á vestanverðri heiðinni, en það hlýtur að vera ótrúlegt annað en að því verði komið á og það sé hluti af þessu verkefni.  

GSM-samband á stofnvegum mun vera á áætlun við annan áfanga verksins og má þá reikna með að samband komist á stofnveginn milli Brúar í Hrútafirði og Hólmavíkur.