23/12/2024

Grínkeppni Þjóðfræðistofu á Húmorsþingi

Lumar þú á góðum brandara, skemmtisögu eða fyndinni vísu? Taktu þátt í
Grínkeppni Þjóðfræðistofu. Sendið grínið í tölvupósti á dir@icef.is með nafni og
símanúmeri (eða komið því til skila með öðrum hætti). Skemmtilegasta glensið
verður flutt á Húmorsþingi Þjóðfræðistofu, laugardagskvöldið 15. nóvember á Café
Riis á Hólmavík og mun dómnefnd kveða uppúr hver var fyndastur. Mesti grínarinn
hlýtur ølkassa í verðlaun.
Sérstök barna- og unglingakeppni verður
haldin í þrjúbíói Kvikmyndaklúbbsins Selkollu á sunnudaginn á Galdraloftinu þar
sem kvikmyndin Gullæðið eftir Charlie Chaplin verður sýnd. Það verða sérstök
bókaverðlaun í boði fyrir sigur í þeim flokki. Gríninu í báðum flokkum þarf að koma til skila fyrir hádegi á laugardag og það má hver og einn grínari senda eins mikið af gríni og mögulegt er.