22/12/2024

Greinargerð um fjarnámsver

Kristín S. Einarsdóttir kennari við Grunnskólann á Hólmavík hefur nú skilað greinargerð um fyrirhugað fjarnámsver á Hólmavík sem hún vann að beiðni sveitarstjórnar Strandabyggðar. Í greinargerðinni sem má nálgast hér undir þessum tengli eru skoðaðir nokkrir kostir hvað varðar húsnæði, m.a. í Grunnskólanum á Hólmavík, félagsheimilinu, gamla Kaupfélagshúsinu og Björgunarsveitarhúsinu. Niðurstaða Kristínar er að gamla Kaupfélagshúsið henti best af því húsnæði sem hugsanlega mætti nýta á staðnum og hvetur hún sveitarstjórnina eindregið til að koma fjarnámsverinu sem fyrst á laggirnar.