27/02/2024

Grásleppuvertíðin hafin

Grásleppuvertíðin hófst í dag. Að því er fram kemur á bb.is fara sjómenn hægt af stað enda er veðurspáin fyrir næstu daga ekki góð. Veiðitímabilið í ár er tólf dögum styttra en í fyrra er miðað við samfellda 50 daga frá því netin eru fyrst lögð. Vertíðin stendur fram í júní og því kjósa margir að hefja veiðar þegar vorar. Á landinu öllu eru 467 bátar með leyfi til grásleppuveiðanna sem er mikil aukning frá fyrra ári, 28 bátar eru með heimahöfn í Ísafjarðarsýslu, 33 bátar eru með heimahöfn í Barðastrandarsýslu og 21 bátur er með skráningu á Ströndum. Alls eru því 82 á Vestfjörðum með leyfi til grásleppuveiða.