Árleg Góugleði á Hólmavík verður haldin 27. febrúar næstkomandi og verður mikið um dýrðir að venju. Boðið verður upp á glæsilegan mat frá Café Riis, skemmtiatriðin verða vegleg og vönduð að vanda og svo mun Sniglabandið leika tónlist fyrir dansglaða Strandamenn. Miðaverð er 6.800.- á alla skemmtunina, en 2.500.- á ballið eingöngu. Hægt er að panta miða í síma 865-6170 (Keli). Það er að venju nefnd valinkunnra karla sem sér um Góugleðina á Hólmavík, en konurnar sjá um Þorrablótið sem er löngu búið þetta árið. Það er því ekki seinna vænna, en að birta nokkrar myndir frá þeirri ágætu skemmtun.
Þorrablótið á Hólmavík 2010 – ljósm. Jón Jónsson