22/12/2024

Góugleði á laugardaginn

Góugleði Strandamanna verður næstkomandi laugardag, þann 7. mars, í Félagsheimilinu á Hólmavík. Húsið opnar kl: 19:30 og á boðstólum verður veislumatur að hætti Báru og Kidda, skemmtidagskrá Góunefndar og síðan verður stiginn dans fram á nótt. Það verður hljómsveitin Ingó og Veðurguðirnir halda uppi fjörinu. Miðaverð er kr. 6.000.- en aðgangseyrir á dansleik eingöngu er kr. 3.000.- Skráning á skemmtunina gengur mjög vel og víst að það verður mikið fjör og margt um manninn. Miðar verða seldir í forsölu í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 4. mars milli kl: 17:00 og 19:00.