19/04/2024

Góugleði á Hólmavík framundan

Árleg Góugleði á Hólmavík verður haldin n.k. laugardagskvöld. Að venju eru það karlarnir sem sjá um undirbúning herlegheitanna, framreiða skemmtiatriði og dekka borð. Veislumaturinn er í höndum Café Riis á Hólmavík og hljómsveitin Kokkteill leikur svo fyrir dansi. Mjög mikil aðsókn er að Góugleðinni í ár og það stefnir í að mannþröng í Félagsheimilinu á Hólmavík verði meiri en nokkru sinni fyrr. Forsala aðgöngumiða verður í Félagsheimilinu á morgun miðvikudaginn 7. mars milli kl. 17:00 og 19:00 og miðaverð er 5000 krónur. Bent er á að ekki er tekið við debet eða greiðslukortum.

Góunefndin leggur áherslu á að ekki er tryggt að hægt verði að nálgast ósóttar pantanir á miðum eftir forsöluna.