25/12/2024

Gönguferð á Degi íslenskrar náttúru

645-natturudagur1
Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru var farið í skemmtigöngu á Hólmavík í hádeginu í dag og var góð þátttaka. Sáu Jón E. Alfreðsson og Aðalheiður Ragnarsdóttir um að segja göngugörpum frá því helsta sem fyrir augu bar, en gengið var um göngustíg sem lagður var á Hólmavík í sumar af sjálfboðaliðum úr SEEDS samtökunum. Meðal annars var staldrað við hjá minnismerki um Stefán frá Hvítadal, skoðuð gömul naust og garðar, auk þess sem selur sem lék listir sínar skammt frá landi vakti óskipta athygli.

645-natturudagur2 645-natturudagur4 645-natturudagur3

Gönguferð á Degi íslenskrar náttúru – ljósm. Jón Jónsson