22/07/2024

Bílvelta og óhöpp á Holtavörðuheiði

Bílvelta varð á Holtavörðuheiði í morgun milli kl. 10 og 11. Bíllinn er mikið skemmdur, en ekki var um nein meiðsli á fólki að ræða. Skömmu seinna varð árekstur á milli snjóruðningstækis og fólksbíls, m.a. með þeim afleiðingum að helmingur bílstjórahurðarinnar þeyttist af og hlið bílsins stórskemmdist. Ekki urðu heldur slys á mönnum í þeim árekstri. Mikil hálka er á Holtavörðuheiði og strekkingur. Fleiri óhöpp hafa orðið nú seinna í dag.

Bílvelta á Holtavörðuheiði – ljósm. Sveinn Karlsson