23/12/2024

Golfklúbbur Hólmavíkur býður upp á golfkynningu

Það er kominn sumarhugur í golfáhugafólk á Ströndum líkt og annars staðar allt í kringum landið. Undanfarna daga hefur mátt sjá golfara spreyta sig á golfvellinum í Skeljavík við Hólmavík. Golfklúbbur Hólmavíkur bendir á að núna sé upplagt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér íþróttina að skella sér út á völlinn og prufa en félagsmenn í golfklúbbnum bjóða upp á leiðsögn í þessari skemmtilegu íþrótt sem hentar öllum, bæði ungum sem öldnum.

Áhugasamir hafi samband við :

Benedikt S. Pétursson s: 892-4687
Sverrir Guðmundsson s:  821-6326
Guðmundur V. Gústafsson s: 892-2107