12/09/2024

Myndir frá jólatónleikum

Árlegir jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík voru haldnir í vikunni og voru vel sóttir að venju. Var mikið fjör á mannskapnum, þegar meðfylgjandi myndir voru teknar kvöldið sem eldri nemendurnir tróðu upp. Spilað var og sungið, auk þess sem skátar afhentu Strandamönnum friðarljós sem kveikt var árið 30 eftir krist og hefur logað æ síðan til varðveislu yfir hátíðina. Tóku þrír nemendur tónlistarskólans við afleggjara af friðarljósinu.

Jólatónleikar í Hólmavíkurkirkju – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Arnór Jónsson