07/10/2024

Góður árangur í lífshlaupinu

Grunnskólinn á Hólmavík tók þátt í hvatningarleik Lífshlaups Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hófst 2. febrúar og stóð í 20 daga. Skólinn lenti í 2. sæti í sínum flokki en nemendur skráðu hreyfistig sín á vef Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is. Það var 7. bekkur sem hreyfði sig hlutfallslega mest af bekkjum skólans eða í 18.780 mínútur sem samsvarar 939 mínútum á dag að meðaltali. Þar fast á eftir komu nemendur í 1. og 2. bekk. Íþrótta- og Ólympíusambandið sendi Grunnskólanum á Hólmavík verðlaunaplatta til eignar og var það Laufey Heiða afmælisbarn dagsins sem tók á móti plattanum fyrir hönd 7. bekkjar.

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is óskar nemendum skólans innilega til hamingju með árangurinn. Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Grunnskólans á Hólmavík.