30/10/2024

Glímt við slitlagið

Nú eftir verslunar-mannahelgina hefur vinnuflokkur frá Borgarverki hafist handa við að fræsa upp og gera við bundið slitlag víða á Djúpvegi (nr. 61) á Ströndum sunnan Hólmavíkur. Mestar verða framkvæmdirnar á veginum frá Hólmavík suður að Heydalsá, en þar á alls að gera við um 2/3 hluta leiðarinnar eða um það bil 8 kílómetra, en einnig var ráðist í viðgerðir víðar á svæðinu. Reikna má með að framkvæmdir standi yfir í um það bil tvær vikur. Vegfarendur biðjum við að fara að öllu með gát þar sem vegamenn eru að störfum.