22/12/2024

Gert við vegaxlir og bletti

Malbikunarfyrirtækið Blettur og Vegagerðin á Hólmavík hafa síðustu daga unnið að því að lagfæra og malbika vegaxlir við Hólmavík og gera við bletti á malbikinu hér og hvar. Ekki var vanþörf á slíku viðhaldi. Jafnframt var lagt yfir malbik í brekkunni á Vitabrautinni á Hólmavík sem liggur niður hjá Arion-banka.