22/12/2024

Gengið um sveit

Um helgina verður heilmikil útivistarhelgi í Reykhólahreppi undir heitinu Gengið um sveit. Á dagskránni eru margvíslegar gönguferðir og útivist og hefst dagskráin með barnagöngu kl. 18:00 upp á Grundarfjall frá Upplýsingamiðstöðinni á Reykhólum. Í kjölfarið fylgir Jónsmessuganga á Vaðalfjöll og margar aðrar gönguferðir með leiðsögn fram á sunnudaginn. Lýsingar á ferðunum og nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu átaksins undir titlinum Gengið um sveit eða á vefsíðunni www.visitreyholahreppur.blogcentral.is.