24/07/2024

Ekkert að frétta

Komin er út bók eftir Strandamanninn Sverri Guðbrandsson frá Heydalsá, síðan búsettan á Klúku í Tungusveit og á Hólmavík. Ber bókin titilinn Ekkert að frétta. Í henni er að finna ótal minningarþætti Sverris og er hún hin skemmtilegasta aflestrar, enda skrifuð í léttum dúr sem Sverrir á greinilega auðvelt með.


Bókin er gefin út af Vestfirska forlaginu.