04/10/2024

Geislinn kaupir æfingagalla

Á ÍþróttahátíðÍ fréttatilkynningu frá Ungmennafélaginu Geislanum á Hólmavík kemur fram að fyrirhuguð eru kaup á nýjum æfingargöllum félagsins. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa galla, geta komið og mátað í Víkurtúni 10 á Hólmavík, dagana 12.-14. mars 2008, milli klukkan 19:30-21:00. Verð á galla er ekki endanlegt, segir í tilkynningunni, stjórn Geislans er enn að leita eftir styrkjum. Ekki verða pantaðir gallar aftur á þessu ári.