14/10/2024

Gáttaþefur og Ketkrókur á jólamarkaði á Þorláksmessu

Gáttaþefur og Ketkrókur hafa boðað komu sína á jólamarkað Strandakúnstar á Þorláksmessudag. Að sögn Ásdísar Jónsdóttur umsjónarmanns markaðarins koma þeir kl. 17:00 og ætla að syngja og skemmta. Jólamarkaður Strandakúnstar opnaði í byrjun vikunnar og er opinn frá kl. 14:00 – 18:00 alla daga fram að aðfangadag. "Það er búið að vera einkar ánægjulegt að sjá um jólamarkaðinn í ár og aðstaðan hér á Galdrasafninu er alveg til fyrirmyndar," segir Ásdís. "Mig langar að hvetja sem flesta til að líta við hjá okkur og njóta síðustu daga fyrir jól til fullnustu."