22/12/2024

Galdrasafnið opnar sýningu á verkum Magnúsar Bragasonar

Opnuð hefur verið fyrsta einkasýning Magnúsar Bragason á verkum hans. Magnús er fæddur 1958 á Hólmavík og hefur lengst af starfað sem bóndi og fiskimaður. Fyrir tæpum tveimur árum prófaði hann sig fyrst í málaralist. Listin greip hann samstundis og hefur síðan verið hans helsta áhugamál. Þetta er fyrsta einkasýning á verkum Magnúsar. Landslag í myndum hans er einkar áberandi sem hann sækir hugmyndir til í sitt nánasta umhverfi hverju sinni og útlistar með sínu eigin ímyndunarafli. Allar myndirnar 21 eru málaðar á síðustu 5 mánuðum. Sýningin mun standa uppi á Galdrasafninu á Hólmavík fram til 4. maí n.k. og er opin alla daga.

center

center