Verktakafyrirtækið Fylling á Hólmavík á lægsta boð í vegagerð í Hrútafirði. Þar er um að ræða endurlögn Djúpvegar frá Kjörseyri að Prestbakka, en nú er á þessum vegarkafla einbreitt bundið slitlag. Verkefninu á að vera lokið 15. ágúst 2006. Fylling bauð rúmar 53 milljónir í verkefnið sem er sjónarmun lægra en áætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði upp á 54 milljónir. Aðrir sem buðu í verkið eru KNH á Ísafirði, Klæðning í Kópavogi og Fjörður í Skagafirði.
Djúpvegur (61), Kjörseyri – Prestbakki 05-067
Tilboð opnuð 11. október 2005. Endurlögn Djúpvegar á um 9,5 km kafla í Hrútafirði frá Kjörseyri að Prestbakka.
Helstu magntölur eru:
Fylling og neðra burðarlag 34.000 m3
Efra burðarlag 6.500 m3
Klæðing 50.000 m2
Verki skal að fullu lokið fyrir 15. ágúst 2006.
Bjóðandi |
Tilboð kr. |
Hlutfall |
Frávik þús.kr. |
Fjörður ehf., Skagafirði |
73.100.500 |
135,2 |
19.950 |
Klæðning hf., Kópavogi |
70.958.800 |
131,2 |
17.808 |
KNH ehf., Ísafirði |
68.666.600 |
127,0 |
15.516 |
Áætlaður verktakakostnaður |
54.071.030 |
100,0 |
920 |
Fylling ehf., Hólmavík |
53.150.850 |
98,3 |
0 |