13/09/2024

Fundargerðir nefnda Strandabyggðar birtar

Nýjustu fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar hefur nú verið bætt við á vefsvæði Strandabyggðar hér á vefnum strandir.saudfjarsetur.is. Jafnframt hafa verið settar inn fundargerðir þeirra nefndafunda sem höfðu verið haldnir fyrir síðasta fund sveitarstjórnar og er það í fyrsta skipti sem fundargerðir nefnda í sveitarfélaginu eru birtar opinberlega. Tenglar eru á milli fundargerðar sveitarstjórnar og nefndanna eftir því sem við á og þannig hægt að kynna sér á þægilegan hátt þær fundargerðir sem eru til umræðu í sveitarstjórn hverju sinni.