22/12/2024

Fundaherferð Sjálfstæðismanna

Einar Oddur KristjánssonRáðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla sér að halda 45 opna og almenna stjórnmálafundi í öllum kjördæmum landsins á næstu vikum. Fyrsti fundurinn var í Reykjavík laugardaginn 8. janúar, en fundur í þessari fundaherferð verður haldinn á Hólmavík þann 20. janúar kl. 20:00 á Café Riis. Það eru Einar Oddur Kristjánsson þingmaður og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sem heimsækja Strandamenn.